Heimsókn forseta Íslands: Dagskrá

0
2636
Forsetahjónin. Ljósmynd af vef forseta Íslands

Eins og greint var frá hér á vefnum þann 24.nóvember síðastliðinn mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson koma í opinbera heimsókn í Dalabyggð dagana 6. -7.desember næstkomandi.

Nú liggur fyrir dagskrá fyrir heimsóknina þessa tvo daga er er sem hér segir:

Miðvikudagurinn 6. desember
15:00 Heimsókn á Hjúkrunarheimilið Fellsenda.
15:40 Heimsókn á Rjómabúið Erpsstöðum.
16:10 Heimsókn í Mjólkursamlagið í Búðardal.
16:40 Opinn fundur í Leifsbúð um framtíð í ferðaþjónustu þar sem kynnt verða áform um uppbyggingu í Ólafsdal, Vínlandssetur og söguhringinn um Fellsströnd og Skarðsströnd. Kaffiveitingar í boði.
18:10 Heimsókn í Byggðasafn Dalamanna að Laugum í Sælingsdal.

Fimmtudagurinn 7. desember
08:30 Ferð forseta um Skarðsströnd og Fellsströnd með leiðsögn.
11:40 Heimsókn í Auðarskóla, leikskóladeild og grunnskóladeild. Forseti mun snæða mat í skólanum.
13:15 Heimsókn til Eiríksstaða í Haukadal.
14:00 Heimsókn að Kvennabrekku í Miðdölum þar sem skilti um Árna Magnússon fræðimann og handritasafnara verður afhjúpað af forseta Íslands.
14:40 Forsetinn heimsækir sauðfjárbændur í Kringlu í Miðdölum.
15:30 Heimsókn á Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal.
17:00 Fjölskylduskemmtun í Dalabúð. Veitingar úr héraði og fjölbreytt skemmtiatriði.

Á vef Dalabyggðar kemur fram að sveitarstjórn Dalabyggðar muni fylgja forsetahjónunum um héraðið í heimsókn þeirra.

Þá eru heimamenn hvattir til að taka þátt á hverjum stað og þá sérstaklega að fjölmenna á opinn fund í Leifsbúð, heimsókn forseta í Byggðasafn Dalamanna, afhjúpun skiltis við Kvennabrekku og fjölskylduskemmtunina í Dalabúð.