Byggja einbýlishús í Búðardal, það fyrsta í tíu ár

0
1919

Það er ekki á hverjum degi sem einbýlishús er byggt í Búðardal og hefur það ekki verið gert í ein 10 ár að sögn fróðra heimamanna. Nú ber hins vegar svo við að grunnur að einbýlishúsi er að verða að veruleika við Ægisbraut 21 í Búðardal en það eru þau Björn Henrý Kristjánsson og Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir sem standa fyrir byggingu verðandi húss.

Að sögn Björns er grunnflötur hússins eitthvað um 110 fermetrar en húsið sem þau munu reisa á grunninum er bjálkahús frá Litháen með stóru svefnlofti.

Við óskum þeim Birni og Rosemary til hamingju með þetta frábæra framtak og óskum þeim velgengni við byggingu nýja heimilis þeirra og verður gaman að sjá þegar nýja bjálkahúsið verður risið.