Bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ 2018

0
2337

Bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ verður haldin helgina 13.-15.júlí næstkomandi.

Á vefsíðu Dalabyggðar hefur dagskrá verið auglýst með fyrirvara um breytingar en dagskránna má kynna sér hér fyrir neðan:

Föstudagur 13.júlí
17:00-19:00 Metamót UDN (Ungmennasambands Dalamanna og norður Breiðfirðinga) í tilefni aldarafmælis á íþróttavellinum í Búðardal.
18:00-20:00 Kjötsúpurölt um Búðardal. Kjötsúpa verður í boði í Bakkahvammi 4 hjá Binna og Fanney, í Brekkuhvammi 8 hjá Fanney og Viðari og Lækjarhvammi 4 hjá Jón Agli og Stefaníu.
21:00-23:00 Opið hús hjá Sæfrosti Ægisbraut 17 Búðardal.

Laugardagur 14.júlí
10:00 Froðurennibraut í brekkunni við Mjólkurstöðina. Hægt verður að fara í sturtu í Dalabúð að því loknu.
10:00-14:00 Bílskúrssala Jóhönnu Leopoldsdóttur að Vesturbraut 20c
11:00-13:00 Morgunmatur í Dalabúð. Ókeypis fyrir alla fjölskylduna á meðan birgðir endast
12:00 Umhverfisviðurkenningar veittar og úrslit í ljósmyndasamkeppni tilkynnt í Dalabúð.
13:00-14:00 Söngvastund með leikhópnum Lottu við Dalabúð
13:00-15:00 Lazertag fyrir 12 ára og eldri í nágrenni Dalabúðar og Auðarskóla
14:00-17:00 Veltibíll verður á planinu við Arionbanka og Pósthúsið
14:00-17:00 Dalahestar bjóða börnum á hestbak við Dalabúð
14:00-16:00 Vestfjarðavíkingurinn 2018 við Dalabúð og Auðarskóla
16:00-17:00 Kassabílarallý við KM-þjónustuna
16:00 Sýning Steinu Matt og Ídu Maríu Önnudóttur opnar í Stúdíói Steinu að Vesturbraut 15 í Búðardal
17:00 Grillhlaðborð í Dalakoti ef veður leyfir
23:00 Ball með Stjórninni í Dalabúð, aðgangseyrir 3.500 kr

Sunnudagur 15.júlí
11:00 Ratleikur í Búðardal, skátafélagið Stígandi skipuleggur leikinn sem byrjar við Dalabúð.
13:00-16:00 Sýning Steinu Matt og Ídu Maríu Önnudóttur verður í Stúdíói Steinu Matt að Vesturbraut 15 í Búðardal.
15:00-17:00 Vínlandssetur – landafundir, hljóðleiðsögn í tilefni fullveldis Íslands í Árbliki
17:00-19:00 Göngudgur Æskunnar, hist við Grafarlaug. Pylsur í boði við lok göngu

Opið verður alla helgina að Erpsstöðum á hefðbundnum opnunartíma og frítt inn í tilefni hátíðarinnar.

Úrval ljósmynda úr ljósmyndakeppninni verða til sýnis úti við Miðbraut hjá leikskólanum.

Heim í Búðardal á Facebook
Dagskrá
Plakat

Upplýsingar fengnar af vef Dalabyggðar