Dalakonur snappa frá Skaftárhlaupi

0
3241

Þær vinkonur Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi í Skaftártungu og Hanna Valdís Jóhannsdóttir landvörður í Hólaskjóli hafa tekið að sér Dalamannasnappið um helgina og hugsanlega lengur en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er hlaup í Skaftá að bresta á og eru rýmingar hafnar á fólki frá svæðinu vegna þess.

Búland er innsti bærinn í Skaftártungu og rennur Skaftá meðal annars framhjá bænum og síðast í gær voru Auður og Pétur eiginmaður hennar að heyja tún sem liggur við bakka Skaftár.

Hanna Valdís hins vegar er landvörður og er staðsett á þessu sinni í Hólaskjóli og hefur Hanna Valdís ásamt starfsbróður sínum unnið að rýmingum á svæðinu í dag.

Þá hefur Guðmundur, bróðir Auðar verið með Dalamannasnappið síðustu daga en hann hefur sinnt hálendisgæslu frá Landmannalaugum á vegum Landsbjargar.

Dalamannasnappið má finna á Snapchat með því að leita eftir :dalamenn

Auður Guðbjörnsdóttir er dóttir þeirra Guðbjörns Guðmundssonar og Jóhönnu Jóhannssdóttur í Magnússkógum en Hanna Valdís Jóhannsdóttir er dóttir þeirra Jóhanns Elíssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur frá Skerðingsstöðum.