Ólafsdalshátíð 2018 – Ljósmyndir

0
2378
Ljósm: Jón Trausti Markússon

Ólafsdalshátíð var haldin í Ólafsdal þann 11.ágúst síðastliðinn. Fjölbreytt dagskrá var í boði.

Boðið var uppá gönguferð að víkingaaldarskálanum í Ólafsdal og öðrum minjum og svo var opinn markaður með ýmsu góðgæti úr Dalahéraði. Þá var hátíðardagskrá þar sem meðal annars Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti Dalabyggðar og Auður Axelsdóttir afkomandi Torfa og Guðlaugar í Ólafsdal fluttu ávörp.

Fjölmargir lögðu leið sína í Ólafsdal í blíðskaparveðri þennan dag. Einn þeirra var Jón Trausti Markússon rafvirki og áhugaljósmyndari og tók hann skemmtilegar ljósmyndir á hátíðinni.

Ljómyndir Jóns Trausta frá hátíðinni má skoða hér fyrir neðan.

Þeir sem vilja kynna sér verkefnið í Ólafsdal geta skoðað vefsíðuna www.olafsdalur.is