Lukka og hugmyndavélin -hætta í háloftunum

0
2014

Við höfum endrum og sinnum sagt af bókum sem skrifaðar eru af fólki sem tengjast  Dölunum og hér er sagt af einni slíkri sem ætluð er börnum á aldrinum 7 -11 ára.

Hún heitir Lukka og hugmyndavélin -hætta í háloftunum og er þriðja og síðasta bókin í bókaflokknum um snjöllu uppfinningastelpuna Lukku. Höfundurinn er Eva Rún Þorgeirsdóttir og hefur getið sér gott orð sem rithöfundur á undanförnum árum auk þess að hafa unnið við framleiðlu sjónvarpsefnis ofl.

Hún er ættuð úr Dalabyggð, nánar tiltekið af Fellsströndinni og úr Saurbænum. Myndskreytingar bókanna hennar um Lukku og hugmyndavélina bera þess líka merki, því sögusviðið er greinilega Búðardalur,Hvammsfjörðurinn ,Breiðafjarðareyjar o fl.staðir. Lukkubækurnar þrjár eru einnig fáanlegar í einum pakka á frábæru verði.