Við höfum endrum og sinnum sagt af bókum sem skrifaðar eru af fólki sem tengjast Dölunum og hér er sagt af einni slíkri sem ætluð er börnum á aldrinum 7 -11 ára.
Hún heitir Lukka og hugmyndavélin -hætta í háloftunum og er þriðja og síðasta bókin í bókaflokknum um snjöllu uppfinningastelpuna Lukku. Höfundurinn er Eva Rún Þorgeirsdóttir og hefur getið sér gott orð sem rithöfundur á undanförnum árum auk þess að hafa unnið við framleiðlu sjónvarpsefnis ofl.