Öryggi vega í Dölum (myndband)

0
2036

Screen Shot 2015-12-17 at 05.53.09Okkur sem stöndum að Búðardalur.is lék forvitni á að vita hvernig vegir í Dölum komu út í öryggisúttekt sem Ólafur Guðmundsson sérfræðingur í umferðaröryggismálum gerði fyrir skemmstu.

Ólafur hefur í gegnum árin sinnt svokölluðu EuroRap verkefni sem er verkefni sem FIA – regnhlífarsamtök bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu átti frumkvæði að.

Megintilgangur verkefnisins er að efla umferðaröryggi með því að áhættugreina vegi og efla vitund almennings um öryggi í umferðinni.

Hér má finna upplýsingar um lokaskýrslu fyrsta áfanga EuroRap á Íslandi fyrir árið 2010. Skoða skýrslu.

Hér má einnig finna slysakort Umferðarstofu 2008 og vegakerfið. Skoða slysakort.

Við ræddum við Ólaf um veginn frá þeim stað þar sem beygt er af þjóðvegi 1 í Norðurárdal upp á Bröttubrekku og alla leið yfir Gilsfjörð. Viðtalið við Ólaf má horfa á hér fyrir neðan.