Umferðaróhapp við Skriðuland

0
2698
Við Skriðuland í Saurbæ

Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar ökumaður fólksbifreiðar sem var á leið vestur til Ísafjarðar lenti í árekstri við svokallaðann „Buggy bíl“ við Skriðuland í Saurbæ fyrr í kvöld.

Engin slys urðu á fólki en bílarnir eru báðir óökufærir eftir óhappið. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar fengu far með lögreglunni í Búðardal til Búðardals en þar hittu þau Ísfirðinga sem voru á leið til Reykjavíkur og fékk fólkið far með þeim til höfuðborgarinnar.