Umferðaróhapp við Magnússkóga

0
1107

Screen Shot 2016-01-11 at 18.29.26Umferðaróhapp varð við bæinn Magnússkóga í Hvammssveit á tíunda tímanum í kvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði ofan í skurði.

Ökumann sakaði ekki en lögreglan var kölluð á staðinn ásamt kranabifreið frá KM-Þjónustunni sem dró bifreiðina upp. Bifreiðin er mjög mikið skemmd þó hún virðist heilleg á þeim ljósmyndum sem teknar voru á vettvangi í kvöld.

Screen Shot 2016-01-11 at 18.29.38Ekki er vitað hvers vegna ökumaður missti stjórn á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum.