Brekkurétt í Saurbæ (myndir)

0
1976

brekkurett2012_9Réttir fóru fram á fimm stöðum í Dölum í dag en það var í Brekkurétt í Saurbæ, Fellsendarétt í Miðdölum, Gillastaðarétt í Laxárdal, Hólmarétt í Hörðudal og Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit.

Ekki er annað að heyra en leitir og réttir hafi gengið vel að undanskildu slysi sem átti sér stað á Fellsströnd í gær þegar gangnamaður fótbrotnaði við Grenshamar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti á slysadeild Landspítala.

Líkt og áður var Björn Anton Einarsson sveimandi með myndavél sína á milli rétta í Dölum í dag og hefur Búðardalur.is fengið fyrstu ljósmyndir dagsins brakandi ferskar úr ljósmyndabakaríi Björns en þær koma frá Brekkurétt í Saurbæ.

Ljósmyndirnar má skoða neðst í þessari frétt.