Ljárskógarétt í dag

0
1150

ljarskogarett2014Haustið er skollið á af öllum sínum þunga og þá taka við öll þau verkefni sem því tengist.

Bændur um land allt halda nú til fjalla í leit að sauðfé sínu sem dvalið hefur í góðu yfirlæti á fjöllum í sumar.

Réttað var á þremur stöðum í Dölum í dag, í Tungurétt á Fellsströnd, Kirkjufellsrétt í Haukadal og í Ljárskógarétt í Laxárdal en meðfylgjandi myndband var einmitt tekið upp í Ljárskógarétt í dag.

Næstu réttir í Dalabyggð eru sem hér segir:

Fellsendarétt í Miðdölum – 14.september
Flekkudalsrétt á Fellsströnd – 20.september
Vörðufellsrétt á Skógarströnd – 20.september
Skarðsrétt á Skarðsströnd – 21.september
Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit 21.september
Brekkurétt í Saurbæ 21.september
Gillastaðarétt í Laxárdal 21.september
Hólmarétt í Hörðudal 21.september

Kirkjufellsrétt (2) – 27.september
Hólmarétt í Hörðudal 28.september
Fellsendarétt (2) – 28.september
Ósrétt á Skógarströnd – 3.október
Flekkudalsrétt (2) – 4.október
Gillastaðarétt (2) – 5.október