Sauðburður hafinn í Dölum

0
1797

lamb1-630x473Fyrsta lambið sem vitað er um þetta árið í Dölum kom í heiminn á bænum Emmubergi í Dalabyggð í dag.

Í samtali við Björgvin Sævar Ragnarsson pípulagningarmann og bónda sagði hann lambi og móður heilsast vel, en Björgvin gat ekki sagt með vissu hvers vegna þessi tiltekna kind bæri svo snemma.

Flensa hefur verið að plaga heimilismeðlimi á Emmubergi og Steintúni en þrátt fyrir veikindin dreif Sigríður Huld Skúladóttir kona Björgvins sig út í fjárhús og aðstoðaði kindina við burðin eins og sést á meðfylgjandi ljósmyndum.

Óneitanlega er fyrsta lambið ávallt vorboði hjá bændum. – Já, vorið er handan við hornið og lóan er komin til landsins samkvæmt nýjustu fréttum.

Þetta er allt að koma.

lamb2-630x473Við óskum heimilisfólki á Emmubergi og Steintúni til hamingju með fyrsta lamb ársins.

23.3.15 – 00:12
Þess ber að geta að eftir að þessi frétt var sett á vefinn fengum við upplýsingar um að sauðburður hefði hafist á bænum Lambeyrum í Laxárdal fyrir nokkrum dögum.