Þorrablót Laxdæla 2019

0
2681

Ungmennafélagið Ólafur Pái heldur þorrablót Laxdælinga í sextugasta og fimmta skipti næstkomandi laugardag 26.janúar. Þorrablótið verður haldið í félagsheimilinu Dalabúð líkt og venjulega. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:00. Hefðbundið borðhald og skemmtiatriði verða og síðan leikur hljómsveitin Meginstreymi fyrir dansi fram á nótt.

Greinilegt er að mikil stemmning er hjá nefndinni í ár en hún hefur stofnað facebook síðu og instagram reikning þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningi blótsins hjá nefndinni og hver veit nema einhver í nefndinni snappi frá æfingum á dalamannasnappinu.

Facebook: Þorrablót Laxdæla 2019
Instagram: laxblot2019
Snapchat: dalamenn