Land míns föður – Olaf De Fleur

0
3531

Upprifjun á heimildarmyndinni Land míns föður eftir Olaf De Fleur:
Þar sem fjölmargir sitja nú aðgerðarlausir heima vegna þess ástands sem uppi er í heiminum langar okkur hér að rifja upp og deila með ykkur heimildarmyndinni Land míns föður eftir Olaf De Fleur sem kom út árið 2011.

Í myndinni er meðal annars fylgst með daglegu lífi þeirra Bjarna Hermannssonar, Skjaldar Orra Skjaldarsonar og Guðmundar Guðbrandssonar. Þá koma fram fjölmargir aðrir viðmælendur í myndinni.

Frá leikstjóra myndarinnar:
„Aðstæður í íslenskum landbúnaði eru heldur bágbornar þar sem gjaldþrot eru ekki óalgeng og þrýstingur milliliða um betri afurðir á lægra verði gerir bændum erfitt fyrir að byggja upp sitt bú. Fylgst er með nokkrum bændum í Dölunum í þeirra daglega lífi og spurningum velt upp um mismun á gildismati hins nútíma þjóðfélags og bændasamfélagsins, kerfið, lífið og tilveruna.“

„Frá því að ég hóf að gera kvikmyndir hef ég ávallt ferðast út um hvipp og hvapp í leit að viðfangsefnum. Yfirleitt hafa þau haft einhverja erlenda skírskotun því „heimurinn og Ísland“ hefur verið mér hugleiknara en „Ísland“ eitt og sér. Ástæðan fyrir þessu er e.t.v. sú að oft sjáum við ekki út fyrir landsteina okkar og myndirnar mínar hafa verið hugsaðar sem auðgun á skilningi gagnvart öðrum menningarheimum og þar með sjálfum okkur. Síðast var ég á Filippseyjum að gera mynd og núna ætla ég á æskuslóðir mínar í Búðardal í vinnufélagi við gott fólk“

Leikstjórn: Ólafur Jóhannesson & Guðni Páll Sæmundsson
Framleiðendur: Kristín Andrea Þórðardóttir & Ólafur Jóhannesson
Klipping: Sigurður Eyþórsson
Myndataka: Bjarni Felix Bjarnason
Hljóð: Hjörvar Rögnvaldsson
Heimildarmynd þessi var styrkt af Kvikmyndastöð Íslands & Menningarsjóði Vesturlands.

Vefsíða Olafs De Fleur: defleurinc.com

Endilega deilið þessari grein áfram þannig að sem flestir geti notið þess að horfa á þessa áhugaverðu og fallegu heimildarmynd úr Dölunum.